Frelsinu fórnað

Here’s an article we in FSFÍ wrote when SOPA/PIPA was being discussed in the congress. Unfortunately we didn’t get it published (damn Vísir.is) so I’m publishing it here. Even though SOPA/PIPA wasn’t passed, this battle over the freedom if the Internet is far from over, ACTA being the biggest threat right now!

———-

Sögur fljúga þess efnis að aðilar á borð við Google, Facebook og Wikipedia ætli að loka vefsíðum sínum til að sýna fram á skaðleg áhrif nýs frumvarps sem liggur fyrir Bandaríkjaþingi. Frumvarpið kallast SOPA (Stop Online Piracy Act) og er ætlað að koma í veg fyrir ólöglega dreifingu efnis með því að heimila höfundaréttarsamtökum að láta loka aðgengi að vefsvæðum þar sem efni er ólöglega dreift.

SOPA hefur teygt anga sína til Íslands því fjölmiðlar hafa greint frá hugmynd STEF um að taka upp svipaða löggjöf á Íslandi. STEF horfir til norsks frumvarps í anda SOPA og vill sneiða hjá dómstólum til að flýta fyrir málsmeðferð. Það er skelfilegt í réttarríki eins og Íslandi, að upp komi hugmynd um að sniðganga dómstóla, sérstaklega þegar Evrópudómstóllinn hefur sagt að svona aðgerðir vega alvarlega að mannréttindum eins og tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífsins. Mannréttindasamtök og netfyrirtæki eru í hópi rúmlega 900 aðila sem gefa sig opinberlega út fyrir að vera andstæðingar SOPA.

Ólöglegt athæfi á auðvitað ekki að líðast en það réttlætir ekki frelsisskerðandi aðgerðir. Íbúðarblokk er ekki lokað og íbúar sviptir heimili sínu ef einn þeirra selur fíkniefni. Á sama hátt á ekki að loka vefsvæði þegar einhverjir notendur þess dreifa efni ólöglega. Hugmyndin ein og sér er fáránleg auk þess sem slíkar lokanir vegna athafna notenda setur óeðlilegar kröfur á vefstjóra, hýsingaraðila og aðra milligönguaðila. Þegar allt kemur til alls eru margar leiðir framhjá lokunum þannig að aðgerðirnar skila engu nema miklum fjárútlátum.

Peningunum væri betur varið í að byggja upp löglega valkosti fyrir neytendur. Í Bandaríkjunum er umferð Netflix, sem auðveldar löglegan aðgang neytenda að efni á hagkvæman hátt nærri 30% af heildarumferð á álagstímum. Til samanburðar nemur BitTorrent umferð einungis 13,5% af heildarumferð og þá er meðtalin lögleg dreifing. Í Bretlandi þar sem Netflix er ekki í boði, er umferð í gegnum BitTorrent aftur á móti tæp 30%.

Grínistinn Louis CK gerði tilraun til að selja nýjasta myndefnið sitt, án tæknilegra takmarkana, fyrir aðeins 5 bandaríkjadali. Á 12 dögum seldi hann meira en 200.000 eintök sem samsvarar rúmlega einni milljón bandaríkjadala, þrátt fyrir að hver sem er hafi getað dreift efninu ólöglega. Á svipuðum nótum er markvert að sala milli 2010 og 2011 hjá Gogoyoko jókst um 60% og um 30% hjá Tónlist.is. Fjármunum er augljóslega betur varið í að styðja við aðgengilegar og hagkvæmar dreifingarleiðir en að koma á lögum sem brjóta á mannréttindum.

Félag um stafrænt frelsi á Íslandi (FSFÍ) er sammála STEF og öðrum höfundaréttarsamtökum um að ólögleg dreifing efnis á ekki að líðast. Við teljum samt að grundvallarmannréttindi eigi að vera á hærri skör sett en hugsanlegt tjón höfundaréttarsamtaka sem hægt er að draga úr með því að auðvelda aðgengi að löglegu efni. Þegar ein iðngrein krefst þess að tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífsins séu lögð til hliðar í sína þágu er orðið tímabært að spyrja hvort sérhagsmunir eða mannréttindi vegi þyngra.

Advertisements

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s