Alternatives to growth

Here’s an article I wrote a year ago about the conference Alternatives to growth I attendedin Reykjavík. There I found a new interest of the economy and the financial system. It’s in Icelandic but maybe Google Translate can makes somesens in English as well 🙂 I’m still on my way to read Prosperity without growth by Tim Jackson, who was one of the talkers.

Dagana 13.-14. september var ég viðstödd ráðstefnuna Alternatives to growth sem fjallaði um þá staðreynd að hagkerfi Vesturlanda er ekki að virka, hvaða aðrar leiðir sé hægt að fara og hvernig gerlegt er að breyta hugsunarfari fólks til að það takist. Ráðstefnan var haldin af The Balaton Group að tilhlutan Kristínar Völu Ragnarsdóttir, sviðsforseta Verkfræði- og Náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands og meðlim Balaton hópsins. Balaton hópurinn samanstendur af úrvalaliði rannsakenda og iðkenda fólks um kerfishugsun og sjálfbærni. Hann var stofnaður 1982 af Dennis og Donella Meadows, höfundum tímamótaritsins Limits to growth (1972) og heldur árlega formlega fundi með það að markmiði að auka meðvitund fólks um mikilvægi kerfishugsunar, langtíma viðhorfa og persónulegu framtaki hvers og eins.

Ég er mikill umhverfissinni og geri mér grein fyrir mikilvægi sjálfbærs hugsunarháttar í umgengni við náttúruna. Við eigum jú einungis eina plánetu og það er nokkuð ljóst að dæmið gengur ekki upp á endanum, að við á Vesturlöndum erum að nýta náttúruauðlindir eins og við ættum 3 – 4 plánetur. Ég hef hins vegar ekki gert mér áður grein fyrir mikilvægi þess að hafa sjálfbært hagkerfi, eða réttara sagt ekki gert mér grein fyrir hversu ósjálfbært kerfið sem við búum við er! Hagkerfið hvetur til sífelldrar neyslu, en hvað gerist þegar við höfum notað allar okkar náttúruauðlindir sem við erum löngu farin að sjá að gerist fyrr en síðar? Svo er það fjármálakerfið sem byggir á eilífum vexti, eyða meira og græða meira. En ef við íhugum tilvist peninga, þá verða þeir til útfrá lánum => skuldum. Skuldirnar eru auk þess ávallt meiri en peningamagnið. Gengur það til lengdar, að auka skuldir og auka peningastreymið í kjölfarið? Getum við endalaust eytt peningum frá framtíðinni?

Harald Sverdrup tók raunverulegt dæmi um hversu fráleitt kerfið er, sem við lifum við; fyrir nokkrum árum voru námueigendur farnir að selja innistæður fyrir gulli sem var ekki búið að grafa upp, alþjóðabankastofnanir seldu einnig innistæður út á þetta gull, bankar sem höfðu keypt þær framseldu peningana o.s.frv. Þetta hefur leitt til þess að í dag hefur verið selt 30. – 40.000 tonn af gulli sem virðast ekki vera til! Þetta kerfi virkar klárlega ekki.

En getum við haldið velmegun okkar án vaxtar? Þessu hefur Tim Jackson svarað í bók sinni Prosperity without growth sem má nálgast hér, sem var upphaflega skýrsla sem var gerð að tilhlutan breskra yfirvalda. Þar í landi er talið sjálfsagt að stjórnmálamenn hafi lesið þessa skýrslu – ætli íslenska ríkistjórnin hafi lesið hana? Jackson talar um að vöxtur sé ósjálfbært ástand – en aftur á móti er samdráttur mjög óstöðugt ástand. Þannig að vandamálið er að finna hinn sjálfbæra milliveg sem getur reynst erfitt. Jackson lýsti hugmyndafræðinni sem ríkir á Vesturlöndum í dag með þessari fleygu setningu: “We spend money we don’t have, on things we don’t need, to create impressions that won’t last, on people we don’t care about”.

En hvernig eigum við að breyta þessari hugmyndafræði? Erfitt getur reynst að breyta hugsunarfari fólks þar sem kerfið í kringum okkur hvetur til neysluhyggju. Ríkisstjórnir verða að leggja sitt af mörkum og passa sig á að festast ekki í þessu gallaða kerfi. En þar sem hagkerfið í dag byggist á vexti og samfélagið reiðir sig á stöðugt hagkerfi, virðist það oft vera auðveldasta lausnin að hvetja til vaxtar. Yfirvöld eru jú auðvitað að vinna til bóta fyrir samfélagið. Það sem við þurfum til að breyta hugmyndafræðinni eru pólitískar aðgerðir, vitsmunalegar ögranir og öflug grasrótarsamtök!

Vandamálið er auðvitað það, að enn sem komið er höfum við ekkert annað módel til að byggja hagkerfi okkar á. En það er samt margt hægt að gera. Ein uppástunga frá Bernard Lietaer er að taka einnig upp viðbótar gjaldmiðla til að viðhalda meiri stöðugleika í hagkerfinu. Þá erum við að tala um gjaldmiðil með samfélagslegum tilgang, t.d. að allir þyrftu að skila af sér vissri samfélagsþjónustu ár ári og borguðu í stað lægri skatta eða að heilbrigðiskerfið væri með sérgjaldmiðill þannig að fólk gæti unnið með eldri borgurum og fengi í staðinn inneign á læknisþjónustu. Þetta myndi leiða til meiri stöðugleika í fjármálakerfinu.

En fyrst og fremst verðum við að tileinka okkur kerfishugsun og gera okkur grein fyrir hvernig hlutirnir tengjast og virka á hvorn annan. Eins og Chris Martenson (mæli ég eindregið með að horfa á myndbandið hans,The Crash Course) kom að orði í sambandi við hagkerfið, þá höfum við E-in þrjú sem tengjast öll: Economy, Energy og Environment. Ekki er hægt að breyta einu af þessu án þess að hugsa til hinna. Sem dæmi um samspilið á milli þessara þátta, byggjast okkar lífshættir á samgöngum, og 95% samgangna ganga á olíu. Olía er náttúruauðlind sem við erum að ganga hratt á auk þess sem notkun á henni mengar og hefur slæm áhrif á loftslagið. Hvað er til ráða? Hvernig eigum við að bjarga umhverfinu og nota endurnýtanlega orku með hagkerfi sem byggist af stórum hluta á olíunotkun? Við getum ekki bara beðið eftir að tæknin leysi öll okkar orkuvandamál, tækni mun aldrei búa til orku úr engu – við höfum haft sólarorku í 40 ár en samt er hún bara nýtt í tiltölulega litlum mæli. Við getum heldur ekki reitt okkur á að yfirvöld “reddi málunum” né að fjölmiðlar sjái til þess að veita okkur allar þær upplýsingar sem við þurfum. Það sem þú getur gert er að verða meðvituð/aður, kynna þér þessi mál, viða að þér upplýsingum um hvernig hagkerfið okkar virkar og hverjar afleiðingar lífshátta okkar eru.

Það getur enginn einn “bjargað heiminum” en það er auðvelt að breyta sínum eigin lífsháttum og dreifa vitneskjunni. Við getum saman beitt þrýstingi á yfirvöld og fjölmiðla til að bregðast við og skapað okkur betri, ánægjulegri framtíð!

Advertisements

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s